Rauða borðið 7. maí - Þjóðarmorð, reynsluboltar, fríhöfn, rafmagnsleysi, þroski barna og bridge
Rauða borðið - A podcast by Gunnar Smári Egilsson

Miðvikudagur 7. maí Þjóðarmorð, reynsluboltar, fríhöfn, rafmagnsleysi, þroski barna og bridge Gunnar Smári slær á þráðinn til Qussay Odeh í Jerúsalem og innir hann eftir viðbrögðum Palestínumanna við þjóðarmorðinu og vaxandi kúgun. Sigurjón fær til sín reynslubolta að ræða samfélagsmál: Ásmundur Friðriksson fyrrverandi þingmaður, Erna Bjarnadóttir hagfræðingur og Jón G. Hauksson blaðamaður ræða helstu fréttamál. Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir Gunnar Smára hvernig erlent fyrirtæki sem rekur Fríhöfnina á Keflavíkurflugvelli misnotar einokunarstöðu sína til þrýsta niður verði frá birgjum. Fyrst og fremst til að auka eigin hagnað. Árni Baldur Möller verkfræðingur og Jón Skafti Gestsson hagfræðingur hjá Landsneti ræða um stórfellt rafmagnsleysi á Íberíuskaganum og velta fyrir sér í samtali við Gunnar Smára hvort sambærilegur skaði gæti orðið vegna veikleika flutningskerfisins hérlendis. Að fæðast snemma á árinu er stærri breyta en áður hefur verið talið þegar kemur að því að börn fái tækifæri til að keppa í úrvalshópum í námi og íþróttum. Daði Rafnsson doktorsnemi segir Birni Þorláks frá því hverju það skiptir að fæðast snemma árs eða seint. Bridgeþáttur Samstöðvarinnar fjallar í kvöld um úrslit Íslandsmótsins í sveitakeppni og hið stórskemmtilega kjördæmamót. Aðalsteinn Jörgensen stigahæsti spilari landsins og Ragnar Magnússon menntaskólakennari og glænýr Íslandsmeistari ræða við Björn Þorláks þáttastjórnanda og ber doblaða alslemmu á góma!